BÝlagar­ur 1999

Sl÷kkvili­sstjˇri daginn eftir brunann
Sl÷kkvili­sstjˇri daginn eftir brunann

Ég ætla að reyna að safna myndum og fá nánari sögu hjá slökkvistjóra af þessum bruna, en þetta er það sem hann skrifaði á vefsíðu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar um áramótin 1999-2000:

Árið 1999 verður slökkviliði Ísafjarðar minnisstætt að mörgu leyti, en á árinu fengum við einn stærsta bruna slökkviliðsins til þessa þegar að Bílagarður brann.

Aðstæður til slökkvistarfs voru mjög erfiðar vegna þess að veður var mjög slæmt, norð-austan stormur og snjókoma auk þess sem slökkviliðsmenn þurftu að vinna verk sín á snjóflóðahættusvæði sem hafði verið rýmt fyrr um daginn.

Reykkafarar hafa það hugfast að þegar út er komið eru þeir komnir í öryggið en þarna var ekki svo, spurningin er hvort að þeir hafi verið öruggari inni?

Snjóflóð lokaði Skutulsfjarðabrautinni þannig að slökkviliðsmenn búsettir í Holtahverfi og Múlalandi komust ekki í bæinn fyrr en búið var að ryðja því í burtu.

Þrátt fyrir þessar aðstæður þótti takast vel til með slökkvistörf, enda er slökkvilið Ísafjarðar skipað einvala mönnum. Einnig verður að minnast á þátt björgunarsveitar Björgunarfélags Ísafjarðar sem voru kallaðir út til aðstoðar slökkviliði.