Eigi­ eldvarnaeftirlit

Þegar talað er um eigið eldvarnaeftirlit í fyrirtækjum og stofnunum er átt við að eigandi og forráðamaður axli þá ábyrgð sem lög og reglugerðir segja til um og að eftirlitið með brunavörnum bygginga sé skriflegt með gátlistum og að minnsta kosti mánaðarlegt. Í þeim tilfellum þar sem unnið er með eldfim eða hættuleg efni getur verið nauðsynlegt að eftirlitið sé tíðara.

Í minni og meðalstórum fyrirtækjum er æskilegt að ábyrgðarmenn brunavarna sjái sjálfir um eftirlitið og séu þar af leiðandi meðvitaðir um öryggi starfmanna sinna og viðskiptavina. Í stærri fyrirtækjum og/eða þar sem áhætta er mikil getur verið nauðsynlegt að fá verkfræðistofu eða aðra fagaðila til aðstoðar við skipulagningu eða til að sjá alfarið um alla þætti eftirlitsins.


Í mörgum tilfellum er rekstraraðili fyrirtækis ekki sá sami og eigandi byggingar sem þó ber hina eiginlegu ábyrgð á að eldvarnir séu eins og byggingarreglugerð og eftir atvikum samþykktir aðaluppdrættir segja til um.

Framkvæmd eigin eldvarnaeftirlits

Hagnýt skjöl