Eftirfylgni

Gera þarf greinargóða lýsingu á því hvernig brugðist er við ef eldvarnir eru ekki sem skyldi. Ef gera þarf lagfæringar á einhverju eða tilkynna um bilun þarf að vera til lýsing á því hvernig brugðist skuli við og við hverja skal hafa samband, m.a. vegna eftirfarandi:

Lagfæringar á brunahólfunum
Eldvarnahurðir
Slökkvitæki og brunaslöngur
ÚT- og neyðarlýsing
Brunaviðvörunarkerfi
og svo framvegis...


Við fylgjumst áfram með

Markmið eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana er að bæta eldvarnir en það kemur ekki í stað eftirlits á vegum forvarnasviðs SHS. Við munum fylgjast rmeð því að fram fari virkt eldvarnaeftirlit í fyrirtækjum og stofnunum með heimsóknum og samtölum.

Gangi ykkur vel og hikið ekki við að hafa samband við okkur ef við getum orðið að frekara liði!