FrŠ­sla og ■jßlfun

Upplýsingar verða að berast skilmerkilega til allra starfsmanna um áhættuþætti, sem og viðbragðs- og rýmingaráætlun. Þetta á einnig við um þá sem koma til dæmis til vinnu vegna viðhalds í skamman tíma. Með nákvæmum upplýsingum um áhættuþætti takmörkum við hættuna á því að eldur geti kviknað.


Á hverjum vinnustað ætti að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun. Tilgangur hennar er að tryggja betur öryggi þeirra sem í byggingunni dvelja ef eldur kemur upp. Áætlunin byggir mikið á eigin áhættugreiningu og niðurstöðurnar ættu að vera aðgengilegar lykilstjórnendum sem og trúnaðarmönnum fyrirtækisins. Á þeim stöðum sem fáir vinna gæti áætlun verið A4 blað með einföldum leiðbeiningum. Í stærri og flóknari byggingum skal rýmingaráætlun vera vel skipulögð og æfð, þannig að allir þekki sitt hlutverk ef eldur kemur upp.