FramkvŠmd eigin eldvarnaeftirlits

Í reglugerð um eigið eftirlit eiganda og forráðamanna með brunavörnum í atvinnuhúsnæði nr. 200/1994, gr. 1.1, er tilgreint að eftirlit skuli vera daglegt og reglubundið á eigin vegum og fyrir eigið fé hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða stofnun. Eftirlitið getur verið framkvæmt af eigendum/forráðamönnum, starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis eða utanaðkomandi fagaðilum. Eins er nauðsynlegt að í hverju fyrirtæki sé til áætlun um hvernig brugðist skuli við boðum frá brunaviðvörunarkerfi og hvernig best sé staðið að rýmingu byggingar ef það kemur til eldsvoða.


Verkaskipting eiganda byggingar og rekstraraðila fyrirtækis
 

Það er alveg skýrt í lögum að eigandi byggingar ber ábyrgð á því að brunavarnir séu í lagi eins og kemur fram hér að neðan.
Í þeim tilfellum sem eigandi byggingar og rekstraraðili fyrirtækis er ekki sami aðili þarf verkaskipting á milli þeirra að vera skýr. Eðlilegt og oft á tíðum nauðsynlegt er að eigandi byggingar feli leigutaka/rekstraraðila að sjá um vissa þætti eldvarna, þar sem allt sem snýr að daglegri umgengni og snýr að öryggi fólks heyrir beint undir reksturinn og því ekki auðvelt fyrir húseiganda að sjá um slíkt.
Bestur árangur næst með góðri samvinnu þar sem eigandi byggingar skilar húsnæðinu í hendur leigutaka í góðu ástandi og í samræmi við samþykktar teikningar og verkaskipting milli aðila verður síðan eftirfarandi.

Eigandi byggingar ber ábyrgð á að allar meginbrunavarnir séu í lagi eins og lög og reglur segja til um. Til að tryggja öryggi þeirra sem í byggingunni eru verða m.a. eftirfarandi atriði að vera í fullkomnu lagi:

 

  • Dyr og björgunarop séu opnanleg innanfrá án lykils eða annarra verkfæra. 
  • Út- og neyðarlýsing sé til staðar og í lagi.
  • Brunahólfun sé í lagi, brunahólfandi dyr virki rétt og séu þéttar. 

Öll kerfi, svo sem brunaviðvörunar-, vatnsúða- og önnur slökkvikerfi, reyklosunarbúnaður o.fl. eru á ábyrgð eiganda.

 


Rekstraraðili
ber ábyrgð á að allt sem viðkemur daglegri umgengni sé í lagi og er þá sérstaklega átt við:

 

  • Eru allar flóttaleiðir greiðfærar þannig að skjót rýming úr byggingunni sé tryggð?
  • Eru útljós sílogandi þannig að fólk rati örugglega út ef upp kemur eldur eða önnur vá? 
Rekstraraðili ber einnig ábyrgð á að halda ruslsöfnun í lágmarki og tryggja óheftan aðgang að handslökkvitækjum og öðrum slökkvibúnaði.
Mikilvægt er að rekstraraðili upplýsi eiganda húsnæðis strax ef hann verður var við eitthvað sem rýrir brunavarnir byggingarinnar. Gátlistar eru nauðsynlegir til að ná fram markvissu eldvarnaeftirliti.

 


Hér er að finna leiðbeiningar og ýmis skjöl er varða eigið eldvarnaeftirlit:

Leiðbeiningar um eigið eftirlit
Efnisyfirlit fyrir möppu
Gátlisti fyrir mánaðarlegt eftirlit
Gátlisti fyrir árlegt eftirlit
Reglugerð um eigið eftirlit eigenda og forráðamanna