Fjlmenni afmli 3X Technology

Fjölmenni í afmæli 3X Technology
Frá opna húsinu á laugardag.
Frá opna húsinu á laugardag.
Fjöldi fólks lagði leið sína í höfuðstöðvar 3X Technology á Ísafirði á laugardag til að samfagna 20 ára afmæli fyrirtækisins með eigendum og starfsfólki. Í framleiðslusal fyrirtækisins var boðið upp á ljúffengar veitingar og starfsmenn 3X Technology svöruðu spurningum gesta um helstu tæki í vörulínum fyrirtækisins en hluti af þeim var til sýnis í framleiðslusalnum. Í tilefni afmælisins veitti fyrirtækið veglega gjafir. Albert Högnason, þróunarstjóri og einn stofnenda 3X Technology, færði Rauða krossi Íslands hjartahnoðtæki til nota í sjúkrabifreið félagsins á Ísafirði og nágrenni. Verðmæti tækisins er um tvær milljónir króna.

Tækið, sem er það fjórða sinnar tegundar hérlendis, gerir bráðaliðum auðveldara með að sinna sjúklingum í hjartastoppi en tækið sér um að hnoða sjúklinginn meðan bráðaliðinn sinnir öðrum aðkallandi störfum á meðan á sjúkraflutningi stendur. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, veitti tækinu viðtöku. Albert afhenti einnig Skíðafélagi Ísfirðinga styrk að upphæð 200.000 krónur til kaupa á nýjum heildstæðum tímatökubúnaði af Tag Heuer gerð og saman stendur af markhliði, starti, búnaðinum sjálfum ásamt tölvuforriti. Hápunktur afmælisgesta af yngri kynslóðinni var tvímælalaust heimsókn Línu Langsokks og félaga.

Stofnendur fyrirtækisins voru þrír ungir menn á Ísafirði með reynslu af fiskvinnslu og tæknilausnum. Í fyrstu var markmiðið að hanna og framleiða vinnslubúnað fyrir sjávarútveginn á Íslandi, aðallega rækjuiðnaðinn. Tæknin sem fyrirtækið þróaði þótti nýstárleg og viðskiptavinir voru fljótir að nýta sér hana enda sáu þeir að framleiðni og hráefnisnýting batnaði verulega. Árið 1998 hófst útflutningur á vörum þess og nú selur fyrirtækið vinnslulausnir fyrir matvælageirann um víða veröld. Viðskiptavini 3X Technology er nú að finna í fjórum heimsálfum.
Frumkvöðlaandi fyrstu áranna hefur viðhaldist, og allt frá fyrsta degi hefur fyrirtækið lagt alla áherslu á að bjóða gæðavörur sem færa viðskiptavinum verulegan ávinning.

Fyrirtækið er nú með starfsstöð á tveimur stöðum en auk starfseminnar á Ísafirði þar sem starfa um 40 manns er félagið með söluskrifstofu, þjónustudeild og samsetningu á Flex vörulínu félagsins að Fiskislóð 73 í Reykjavík en þar starfa 10 manns.

smari@bb.isÞorbjörn Sveinsson (t.h.) veitti hjartahnoðtækinu viðtöku.Hjartahnoðtækið var til sýnis á laugardag.Jóhanna Oddsdóttir frá Skíðafélagi Ísfirðinga tók á móti veglegri gjöf frá 3X Technology.Lína Langsokkur og félagar voru í banastuði.

Tmaspursml hvenr strbruni verur

Tímaspursmál hvenær stórbruni verður

                       

mbl.is/Árni Sæberg

Að óbreyttu er aðeins tímaspursmál hvenær stórbruni verður á landsbyggðinni vegna óviðunandi brunavarna og takmarkaðs eldvarnaeftirlits sveitarfélaga að mati Vátryggingafélags Íslands, VÍS. Reynsla VÍS á undanförnum fimm árum sýnir að hallað hefur verulega undan fæti í virku og lögbundnu eldvarnareftirliti úti á landi. Sums staðar er það að engu orðið, annars staðar í lágmarki og aðeins í fáeinum tilfellum í lagi. Víða er ætlast til að slökkviliðsstjórar eða aðrir þar til bærir sinni eldvarnaeftirlitinu í 10-50% hlutastarfi ásamt því að halda utan um allt slökkvistarf. Fyrir vikið situr þetta á hakanum, segir í fréttatilkynningu frá VÍS.

Í tilkynningunni kemur fram að nýlega hafi aðeins heppni komið í veg fyrir stórbruna hjá fyrirtæki úti á landi. Í því tilfelli var bæði búið að aftengja brunaviðvörunarkerfi og skrúfa fyrir úðakerfi og hafði svo verið í þó nokkurn tíma áður en kviknaði í. Samkvæmt lögum um brunavarnir hefði eldvarnaeftirlit viðkomandi sveitarfélags átt að skoða þetta fyrirtæki reglulega vegna eld- og mengunarhættu. Það var aldrei gert þau átta ár sem fyrirtækið hafði verið í rekstri áður en kviknaði í. Sem betur fer tókst með snarræði að afstýra gríðarlegu tjóni, segir í tilkynningu VÍS:

Dæmi um að kviknað hafi í slökkvistöð

Nýverið kom fram í fjölmiðlum að einungis sex slökkvilið af 37 á landinu eru með gilda brunavarnaáætlun. Sérstakar forvarnarheimsóknir VÍS á slökkvistöðvar á landsbyggðinni hafa líka leitt í ljós að á sumum stöðum er brunavörnum þeirra, til að mynda brunahólfun, ábótavant og í sumum tilvikum er ekkert brunaviðvörunarkerfi til staðar. „Dæmi er um að kviknað hafi í slökkvistöð en sem betur fer var þar brunaviðvörunarkerfi svo menn sluppu með skrekkinn á þeim bænum. Velta má fyrir sér hvernig ætla menn að réttlæta það að slökkvistöð brenni til kaldra kola með öllum búnaði því engin fékk brunaboð?“ segir í frétt VÍS.

Forvarnaráðstefna í Hofi

Á öryggis- og forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem haldin verður í Hofi á Akureyri 2. apríl næstkomandi heldur Björn H. Sigurbjörnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akureyri, erindi um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta tekið upp „eigið eldvarnaeftirlit“ á sínum starfsstöðvum. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig á vef VÍS.

Sami um sjkraflutninga

rstur og Danel handsala samninginn a lokinni undirritun.
rstur og Danel handsala samninginn a lokinni undirritun.
bb.is | 31.01.2014 | 14:48
Þröstur Óskarsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu í morgun samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar á norðanverðum Vestfjörðum. Með samningnum er óvissu um sjúkraflutninga eytt. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar mun halda áfram að sinna þessari þjónustu að minnsta kosti næstu fimm árin. „Samningur þessi er vel viðunandi fyrir okkur. Komið var til móts við sjónarmið okkar að mestu og við erum ánægð með að það sé tryggt að sú góða þjónusta sem slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur veitt verður áfram til staðar fyrir bæjarbúa,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 

„Ég er mjög ánægður með að þessi samningur sé í höfn, við höfum verið ánægð með það fyrirkomulag sem verið hefur og vildum halda því áfram. Jafnframt er kveðið á um það í samningnum að aðilar ætli sér að vinna saman að því að finna leiðir til að draga úr kostnaði og það erum við ánægð með,“ segir Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Samningur Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um sjúkraflutninga rann úr gildi um ármót og samningar lausir síðan. Erfiðlega gekk að ná samningum og leit út um tíma að sjúkraflutningar, sem eru lögbundin skylda ríkisins, færðust til HsVest. 

Víða á landinu er ósamið um sjúkraflutninga og til dæmis hafa samningar á höfuðborgarsvæðinu verið lausir frá 2011 og á Akureyri frá 2012 og hafa Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkurborgar og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, deilt hart um málið. 

Senn lur a jlum

Jólin renna í garð fyrr en varir og því er vert að minna bæjarbúa og nærsveitunga á mikilvægi reykskynjara. Samkvæmt fréttum og könnun sem gerð var á dögunum er stór hluti heimila án reykskynjara ! Við slökkviliðsmenn viljum ítreka gildi reykskynjara og mælumst til þess að a.m.k tveir skynjarar séu á hverju heimili, en því fleiri því betra. Almennt er talað um að endurnýja eigi reykskynjara á 10-15 ára fresti (fer eftir tegund). Rafhlöðu á að skipta um á hverju ári. Festa skal skynjara í loft, en EKKI á veggi. Reykskynjarar fást víða í verslunum á Ísafirði, en við seljum viðurkennda skynjara frá Eldvarnamiðstöðinni. Við skorum á alla að skoða þessi mál og góð ráð má nálgast hjá okkur á slökkvistöð Ísafjarðar...

Eldvarnartak

Maron a fara yfir glrurnar
Maron a fara yfir glrurnar
« 1 af 4 »
Þessa vikuna stendur yfir eldvarnarvika þar sem allir 3. bekkingar á landinu eru þátttakendur. Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði fengu tvo slökkviliðsmenn og einn sjúkraflutningsmann í heimsókn í gær og fræddu þeir nemendurna um eldvarnir. Auk fræðslunnar fengu krakkarnir ýmsar gjafir og tóku síðan þátt í eldvarnargetraun. Þess má geta að í niðurstöðum könnunar sem Eldvarna-bandalagið, áhugahópur um eldvarnir, gerði 2010, kemur fram að á þriðjungi heimila í landinu er aðeins einn reykskynjari og á mörgum heimilum enginn. Innan við helmingur heimila í landinu hefur allan nauðsynlegan eldvarnarbúnað.

Sinueldur Laugardal

« 1 af 2 »

Fjöldi slökkviliðsmanna frá slökkviliði Ísafjarðar og nágranna sveitafélögum hafa aðstoðað slökkvilið Súðavíkurhrepps við að slökkva sinueld í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðustu nætur. Reynt hefur verið að keyra á vöktum, því mikið álag hefur verið á mannskapnum síðustu viku. Erfiðlega hefur gengið að ráða að niðurlögum eldsins þar sem bæði gróður og veður hafa sett strik í reikninginn. Einnig hefur þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðað við slökkvistarfið.

Stapinn

Stapinn er noran megin  Ritnum  Aalvk
Stapinn er noran megin Ritnum Aalvk
« 1 af 6 »

Eins og komið hefur fram í fréttum féll maður í Stapanum í Aðalvík í gær og fóru sjúkraflutningamenn frá Ísafirði í þetta útkall laust eftir klukkan 15:30. Farið var með bátnum Sædísi frá Bolungarvík og vorum við komnir í Stapann um klukkan 16:45. Það var lán í óláni að slökkviliðsstjóri frá Sauðárkróki var staddur í bát við Ritinn um það leiti sem útkallið kom og var hann ásamt fleirum kominn á staðinn mun fyrr ásamt björgunarsveitamanni frá Tindum í Hnífsdal. Aðstæður til björgunar voru góðar og auðvelt að komast að hinum slasaða. Talsverður fjöldi björgunarsveitamanna kom með björgunarskipi frá Ísafirði. Hin slasaði var fluttur í björgunarskipið Gunnar Friðriksson og hífður í TF-LÍF undir Grænuhlíð þegar þyrlan mætti um kl 18:30.

Fyrri sa
1
234567313233Nsta sa
Sa 1 af 33

Frttasafn