70 sj˙kraflug frß ═safir­i Ý fyrra

bb.is | 31.10.2007 | 16:49
„Sjúkraflug frá Ísafirði er bara það lítið, þetta eru kannski 10 ferðir á ári. Það er hæpið að segja að tveir flugmenn geti haldist á Ísafirði í fullu starfi allt árið með 10 ferðir á ári,“ sagði Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs í samtali við bb.is í morgun en fyrirtækið sér um sjúkraflug frá Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn á Ísafjarðarflugvelli fóru 70 sjúkraflug um Ísafjarðarflugvöll í fyrra. „Ég er ekki með nákvæmlega tölu hversu mörg flug þetta voru, en á þessu tímabili frá 1.nóvember í fyrra til 1.mars í ár voru þau ekki fleiri en 10. Ef þau voru 70 í fyrra þá var mikill minnihluti þeirra á þessum tíma,“ segir Leifur.

Ekki fengust nákvæmari tölur hjá Flugstöðum yfir sjúkraflug frá Ísafirði undanfarin ár, en þær verða birtar um leið og þær berast.

Skrifa­u ■itt ßlit: