BÝlvelta ß ËshlÝ­inni

bb.is | 25.05.2007 | 15:38
Bifreið á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar fór út af veginum um Óshlíð nú fyrir skömmu. Ein kona var í bílnum þegar veltan varð, og þurfti að beita klippum til að ná henni úr bílnum. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, en er ekki talin alvarlega slösuð. Bíllinn valt upp fyrir veg, sem hlýtur að teljast lán í óláni, enda hlíðin snarbrött fyrir neðan veginn. Á meðan slökkvilið var í þessu verkefni þurfti að senda vara-sjúkrabíl á Suðureyri vegna óhapps sem þar varð.

Skrifa­u ■itt ßlit: