BÝlvelta vi­ SkßlavÝk Ý Mjˇafir­i

Mynd frß Šfingu sl÷kkvili­s
Mynd frß Šfingu sl÷kkvili­s
bb.is | 03.10.2007 | 10:33
Bílvelta varð við Skálavík í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi síðdegis í gær þar sem ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Einn farþegi var í bílnum auk ökumanns en hvorugur slasaðist alvarlega. Þó var mikill viðbúnaður vegna slyssins þar sem tilkynningin sem barst sagði til um að um alvarlegt slys væri að ræða og fleiri aðilar væru í bílnum. Voru viðbrögðin í samræmi við það að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en skömmu eftir að lagt var af stað kom í ljós að um minniháttar meiðsl voru að ræða. Mennirnir fengu aðhlynningu læknis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu en var ekki kölluð út.

Skrifa­u ■itt ßlit: