Bj÷rgunarmi­st÷­ skapar 8-12 nř st÷rf Ý ═safjar­arbŠ

bb.is | 25.10.2007 | 13:50
Björgunarmiðstöð á norðanverðum Vestfjörðum sem staðsett yrði í Ísafjarðarbæ, gæti skapað 8-12 störf að mati Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Halldór ræddi mögulega byggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar á fundi almannavarnanefndar sveitarfélagsins í gær. Þar kom m.a. fram að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum yrðu að koma að verkefninu í samstarfi við björgunarsveitir. „Við höfðum rætt þetta ég og fyrrverandi sýslumaður í Ísafjarðarbæ. Það á eftir að skoða það hvort hin sveitarfélögn á norðanverðum Vestfjörðum séu reiðubúin að taka þátt í þessu með okkur. Við erum að taka fyrstu skrefin í þessu máli. Þarna gætu myndast 8-12 ný störf í bæjarfélaginu og er hugmyndin er að þessi björgunarmiðstöð taki yfir einhver verkefni frá Neyðarlínunni.“

Aðspurður segir Halldór að ekki verði þyrla frá Landhelgisgæslunni staðsett á Ísafirði, þó svo að bygging björgunarmiðstöðvar nái fram að ganga. „Það hefur marg oft verið rætt að flytja Landhelgisgæsluna vestur. En það hefur ekki verið vilji hjá Landhelgisgæslunni eða dómsmálaráðuneytinu til þess. Þetta er eins og þegar að Bolvíkingar reyndu að fá Ratsjárstofnun til sín, en á endanum fór hún til Keflavíkur. Við erum nú ekki eina bæjarfélagið sem hefur leitast eftir því, ég held að það séu fjórtán bæjarfélög sem hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til sín.“

Ekki er ljóst hvar fyrirhuguð björgunarmiðstöð yrði staðsett, en Halldór útilokar Ísafjarðarflugvöll í því sambandi. „Ef að þessu verður þá verður þetta feiknarlega mikið hús. Það er alveg ljóst að það verður ekki staðsett inn á flugvelli. Þetta kemur til með að taka einhverja mánuði. Það þarf að gera þarfagreiningu og finna út hvort menn séu sammála um þetta. Síðan þarf að sjá hvað þetta kostar allt saman, hvað bærinn borgar og hvernig ríkið getur komið að þessu,“ sagði Halldór.

Skrifa­u ■itt ßlit: