Brunavarnir Hlf gtis horfum

bb.is | 27.08.2007 | 07:53
Brunavarnamál á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði mættu vera betri þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Sveinn Þorbjörnsson slökkviliðsmaður segir að fyrir nokkrum árum hafi ástandið á dvalarheimilinu verið slæmt en það hafi mikið lagast. Blaðinu barst ábending um að brunavarnamál á Hlíf væru í ólestri en Sveinn segir það ekki vera rétt þó eitthvað mætti gera betur. Hann segir aðgengi að húsinu vera í eðli sínu erfitt þar sem einungis er hægt að komast að því að framanverðu og á göflum þess. Stigagangarnir séu breiðir og góðir ef rýma þarf húsið. Annars er það að mörgu leyti eins og önnur stærri hús bæjarins.

Skrifau itt lit: