Climax dŠlur

« 1 af 2 »
Til margra ára hefur slökkvilið Ísafjarðarbæjar haft nokkrar Climax-dælur í notkun. Þessar dælur hafa verið á öllum stöðum þ.e Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Við höfum gert ákveðnar breytingar á þessum dælum þ.e sett á þær rafstart og þannig hafa þær nýst okkur vel. Nú er svo komið að við erum orðnir uppiskroppa með varahluti og dælunum er farið að fækka vegna þess. Þar sem við vitum að mörg slökkvilið hafa þessar dælur og eflaust flest löngu búin að leggja þeim langar okkur að biðja þau lið sem hafa hug á því að losa sig við gamla draslið að hafa okkur í huga. Hafið samband við Þorbjörn eða Kristján í síma 450-8200.

Skrifa­u ■itt ßlit: