Eldur a­ Su­urtanga 2

« 1 af 2 »
bb.is | 21.08.2008 | 10:53
Neyðarlínunni barst tilkynning á sjötta tímanum í gær um að reyk legði frá kyndikompu á jarðhæð húsnæðis í Suðurtanga á Ísafirði. Þó nokkurn reyk lagði frá húsnæðinu en lögreglumenn sem voru fyrstir á vettvang sýndu snarræði þegar þeir náðu að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en hann náði að dreifa sér. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar kom einnig á vettvang og neyddist til að brjóta upp hurð til að reykræsta, en óttast var að eldurinn gæti blossað upp að nýju. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er tjónið óverulegt en einhverjar reykskemmdir urðu auk minniháttar brunaskemmda. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn.

Skrifa­u ■itt ßlit: