Eldvarnarįtak

Maron aš fara yfir glęrurnar
Maron aš fara yfir glęrurnar
« 1 af 4 »
Þessa vikuna stendur yfir eldvarnarvika þar sem allir 3. bekkingar á landinu eru þátttakendur. Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði fengu tvo slökkviliðsmenn og einn sjúkraflutningsmann í heimsókn í gær og fræddu þeir nemendurna um eldvarnir. Auk fræðslunnar fengu krakkarnir ýmsar gjafir og tóku síðan þátt í eldvarnargetraun. Þess má geta að í niðurstöðum könnunar sem Eldvarna-bandalagið, áhugahópur um eldvarnir, gerði 2010, kemur fram að á þriðjungi heimila í landinu er aðeins einn reykskynjari og á mörgum heimilum enginn. Innan við helmingur heimila í landinu hefur allan nauðsynlegan eldvarnarbúnað.