Eldvarnavika Landssambands sl÷kkvili­s og sj˙kraflutningamanna

Landssamband Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna stendur fyrir árlegri eldvarnaviku dagana 20 - 27 nóvember n.k.  Að sjálfsögðu taka slökkviliðsmenn í Ísafjarðarbæ þátt í verkefninu.  Við spurðum Svein H  Þorbjörnsson eldvarnaeftirlitsmann hjá slökkviliði Ísafjarðabæjar  aðeins  út í áttakið.


Hvað er það sem farið er yfir með börnunum ?

Við förum yfir viðbrögð ef upp kemur eldur, gerð rýmingaráætlanna fyrir heimilið, og hvernig ber að umgangast eld.


Finnst þér verkefnið skila tilætluðum árangri til barnanna ?

Svo sannarlega, þetta eru bestu fulltrúar sem hægt er að senda á heimilin í bænum til að yfirfara eldvarnir og brýna fyrir foreldrum um mikilvægi þeirra.


En hvað með ykkur slökkviliðsmenn, eitthvað hljótið þið að fá til baka og þá hvað ?

Það er mjög ánægilegt að fá að fara í alla 3. bekki og spjalla við börnin um eldvarnir, svara spurningum þeirra og heyra  hlið þeirra á þessum málum, það eru skemmtilegar samræður sem oft gefa okkur innsýn hvernig eldvörnum heimilanna er háttað.


Nú nálgast jólahátiðin er eitthvað sem þér finnst að betur mætti fara svona almennt séð ?

Það verður seint ofsagt að fara varlega með kertaskreytingar og önnur jólaljós, ekki setja fjöltengi við fjöltengi til að geta haft 10 seríur á sama rafmagnstenginu.


Slökkviliðsstjórinn í Ísafjarðarbæ Þorbjörn J Sveinsson er sammála Sveini þegar að kemur að spurningunni um jólahald og brunavarnir og brýnir fyrir íbúum að fara yfir eldvarnir heimilisins. Fólk á að nota síðustu daga fyrir aðventu og yfirfara reykskynjara og annann eldvarnabúnað heimilisins. Því miður höfum við verið óheppin undanfarin ár og misst fólk í brunum hér í bæ.  Öruggasta leiðin til að komast hjá mannstjóni í brunum er reykskynjari og það hefur marg sannað sig. Við starfsmenn slökkvliðs erum boðnir og búnir til þess að aðstoða fólk við val á eldarnabúnaði og allar heimsóknir til okkar velkomnar.

Skrifa­u ■itt ßlit: