Eldv÷rnum heimila ßbˇtavant

Á vef ruv.is er fjallað um brunavarnir á heimilium og segir:

Stór hluti íslenskra heimila er án fullnægjandi eldvarna. Nú fer í hönd sá tími sem flestir eldsvoðar verða á íslenskum heimilum. Ekkert slökkvitæki er að finna á um 30% íslenskra heimila samkvæmt nýrri könnun. Á fjölmörgum heimilum er enginn reykskynjari eða þeir of fáir.

Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Brunamálastofnun fengu Gallup til að vinna fyrir sig könnun um stöðu eldvarna á íslenskum heimilum. Einn hlutinn snýr að reykskynjurum en tvo eða fleiri þarf á hvert heimili til að tryggja öryggi fjölskyldunnar. Á 5% heimila er hinsvegar engann reykskynjara að finna og aðeins einn slíkur á 30% heimila.

 

Könnunin sýndi einnig að ekkert slökkvitæki er á um 30% heimila. Athygli vekur að brunavarnir eru í lagi á fleiri heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Sérstakt átak er nú hafið til að vekja athygli á mikilvægi brunavarna samskonar og farið hefur verið af stað með á sama tíma síðustu ár. Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS segir tímasetninguna enga tilviljun því tölfræðin sýni að í kringum jólin séu mun fleiri útköllu en á öðrum árstíðum. Þá helst vegna elda út frá kertaskreytinum.

 

Skrifa­u ■itt ßlit: