Er brunamßlsaskˇlinn a­ deyja ?

Reglulega heimsækir brunamálaskólinn hin ýmsu slökkvilið á landsbyggðinni og heldur námskeið. Námskeið þessi er nauðsynleg fyrir minni slökkvilið þar sem að erfitt getur verið að senda mannskap til þjálfunar á höfuðborgarsvæðið sökum meðal annars kostnaðar. Til margra ára hafði brunamálaskólinn viðkomu hér á Ísafirði og las í okkur fróðleiksmola og hélt með okkur æfingar. Eitthvað virðist þó hafa breyst í þessum efnum því brunamálaskólinn hefur ekki haldið námskeið á Ísafirði síðan árið 2004 og einhver árin á undan voru haldin námskeið í Súðavík og Bolungarvík. Gott og blessað með námskeiðin í Víkunum, en nú er svo komið að skólinn kemur bara ekki á Ísafjörð.
Það þykir furðu sæta að skólinn skuli heldur velja annað hvort Bolungarvík eða Súðavík til námskeiðshalds. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar telur milli 60 og 70  menn þ.e Ísafjörður,  Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. SÍ hefur sem sagt flesta slökkviliðsmenn og þar af leiðandi mestan búnað til umráða auk þess er  Ísafjörður  miðsvæðis fyrir öll slökkviliðin á svæðinu. Þetta árið hafði Brunamálaskólinn boðað komu sína til Vestfjarða helgina 23-25 mars og átti að halda námskeiðið í Bolungarvík, en var fellt niður einhverra hluta vegna. Gera átti aðra tilraun núna um helgina þ.e 30 mars, en námskeiðið var fellt niður vegna ónægrar þátttöku. Spurningin er hversvegna er lítil þátttaka ?
Er ekki kominn tími til þess að endurskoða námskeiðshald brunamálaskólans eða taka aðeins á málunum, þetta getur ekki átt að vera svona. Hysjið nú upp um ykkur buxurnar og finnið lausn á þessu máli.

Heimasíða BR námskeiðsplan 2008

Skrifa­u ■itt ßlit: