Fagna ßkv÷r­un um sta­setningu sj˙kraflugvÚlar ß ═safir­i

bb.is | 31.10.2007 | 11:47
Bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur fagna þeirri ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að sjúkraflugvél verði staðsett á Ísafirði í vetur. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við höfum bent á þá staðreynd að það getur verið erfitt að lenda á Ísafjarðarflugvelli, en auðveldara að taka á loft. Þetta hamlar kannski uppgangi sjúkrahússins á Ísafirði, en öryggislega séð er þetta mjög gott. Ég fagna þessari ákvörðun,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, tekur í sama streng og segir ákvörðun ráðherra auka öryggi íbúa á Vestfjörðum. „Bæjarráð setti niður ákveðin skilyrði, ef að það yrði ekki sjúkraflugvél á Ísafirði í vetur þá þyrfti að styrkja sjúkrahúsið tækjalega séð. Það hefur gengið eftir og við erum með gott sjúkrahús. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Halldór.

Skrifa­u ■itt ßlit: