Fresta vi­rŠ­um um sameiginlega l÷greglu-, sl÷kkvi- og bj÷rgunarmi­st÷­

bb.is | 13.03.07 | 06:02
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lagði á dögunum til að bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi yrði falið að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnafélagið Landsbjörgu vegna mögulegrar byggingar á sameiginlegri slökkvistöð, björgunarmiðstöð og lögreglustöð fyrir svæðið. Á fundi bæjarráðs á dögunum gerði Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í-listans, athugasemd við fyrirhugaðar umræður og lét bóka að hann teldi ekki rétt að bæjarstjórn eða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefði frumkvæði að viðræðum um byggingu lögreglu-, slökkvi- og björgunarmiðstöðvar í Ísafjarðarbæ. Í bókun Sigurðar segir m.a.: „Ekkert formlegt erindi hefur borist bæjarráði um þetta mál frá sýslumannsembættinu eða öðrum aðilum. Engar áætlanir um slíka byggingu hafa verið ræddar í nefndum eða ráðum bæjarins eða sýnt fram á brýna þörf málsins. Staða bæjarsjóðs leyfir ekki stórfelld útgjöld á þessu málasviði þegar önnur stórverkefni standa fyrir dyrum svo sem bygging nýrrar sundhallar.“

Lagði Sigurður til að málinu yrði frestað um sinn, og samþykkti bæjarráð það en bókaði jafnframt að bæjaryfirvöld skyldu gæta þess að vera samstíga öðrum aðilum í málinu.

Skrifa­u ■itt ßlit: