Gaf l÷greglunni hjartastu­tŠki

Helga Gu­bjartsdˇttir afhendir KristÝnu V÷lundardˇttur gj÷fina. Mynd: L÷greglan ß ═safir­i.
Helga Gu­bjartsdˇttir afhendir KristÝnu V÷lundardˇttur gj÷fina. Mynd: L÷greglan ß ═safir­i.
bb.is | 26.09.2007 | 10:00
Lögreglan á Ísafirði fékk í gær afhenta veglega gjöf, hjartastuðtæki af gerðinni Samaritan PAD. Tækið færði Helga Guðbjartsdóttir lögreglustjóranum, Kristínu Völundardóttur, en það er gefið lögreglunni til minningar um eiginmann Helgu, Hjört Jónsson bakarameistara frá Flateyri sem lést 8. júní síðastliðinn. Oft er talað um að hinn og þessi séu góðkunningjar lögreglunnar og er merking þess yfirleitt neikvæð. Hjörtur Jónsson var hins vegar góðkunningi lögreglunnar á Vestfjörðum í orðsins fyllstu merkingu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann hafi oftsinnis kíkt í kaffi á lögreglustöðina á Ísafirði og létt lögreglumönnum lífið í daglegu amstri þeirra. Er Hjartar sárt saknað af lögreglumönnum.

Í samræmi við óskir Helgu mun hjartastuðtækið verða í útkallsbifreið lögreglunnar, á Ísafirði.

Skrifa­u ■itt ßlit: