Gamall en sÝungur k÷rfubÝll til sl÷kkvili­s ═safjar­arbŠjar

« 1 af 2 »
bb.is | 18.04.2008 | 09:53
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar festi nýverið kaup á körfubíl. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri segir að bíllinn sé bylting í starfi slökkviliðsins að því leyti að hann nær upp í allar hæstu byggingar á Ísafirði. „Við vorum með stigabíl sem var ekki eins lipur og þessi og hann var orðinn ónýtur“, segir Þorbjörn. Bíllinn er af gerðinni Volvo 720, árgerð 1981. Hann var fluttur til landsins af Brunavörnum Suðurnesja árið 2000. „Þetta er fullkominn bíll þó hann sé orðinn gamall. Hann hefur verið yfirfærður árlega af verksmiðjunum og alltaf passað upp á að hann sé í fullkomnu lagi.“ Bíllinn kostaði rúmar þrjár milljónir en Brunavarnir Suðurnesja voru að endurnýja hjá sér. Þorbjörn segir að verðlagningu á svona bílum sé stillt í hóf milli slökkviliða. „Það versta er að slökkvistöðin er það lítil að við komum honum ekki inn. En það stendur væntanlega til bóta með nýrri björgunarmiðstöð.“

Bíllinn er eins og áður segir af Volvo gerð en Bronto verksmiðjan í Svíþjóð gerðu úr honum slökkvibíl og kallast hann Bronto skylift. Lyftigetan eru 22 metrar með 320 kíló í körfu og 14 metra út fyrir bíl. Með vatni í stút í körfu er lyftigetan 250 kíló. Í körfunni er kælivörn sem eru stútar sem sprauta kælivatni þegar unnið er í miklum hita. Einnig er í körfunni spil til að hífa verkfæri.

Skrifa­u ■itt ßlit: