Gamla sl÷kkvibifrei­in ekki f÷l

Gamli Ford Ý dag
Gamli Ford Ý dag
« 1 af 2 »
bb.is
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur hafnað kauptilboði í gamla slökkvibifreið sem er í eigu sveitarfélagsins. Brynjólfur Þór Brynjólfsson, fyrrum útibússtjóri Landbankans á Ísafirði, endurnýjaði á dögunum tilboð í Ford bifreið frá árinu 1930 sem hljóðaði upp á 200 þúsund krónur.
Eftir að hafa fengið umsagnir forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða og slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar þar sem þeir mæla ekki með sölu bifreiðarinnar tók bæjarráð ákvörðun að hafna tilboðinu. Um er að ræða fjögurra sýlindra Ford AA sem var upphaflega vörubíll. Hann var lengdur og settur í hann fjögurra gíra gírkassi líklega úr 34 módelinu. Erlendur vélsmiður í Hafnarfirði smíðaði tank á Fordinn og á hann var sett rennslisdæla. Bæjarráð fól forstöðumaði Byggðasafns og slökkviliðsstjóra, að gera tillögu að varðveislu og endurnýjun bifreiðarinnar.

Skrifa­u ■itt ßlit: