Gera ß ˙ttekt ß varalei­um ef Vestfjar­ag÷ng skyldu lokast

 
Lilja Rafney Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, lagði fram tillögu fyrir hönd Í-listans á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag um að því yrði beint til Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar að úttekt verði gerð á því hvaða varaleiðir sé hægt að nýta í neyð ef Vestfjarðagöng lokast vegna slysa, eldsvoða eða óhappa við flutning hættulegra efna, eða annarra ófyrirsjáanlegra orsaka. „Einnig verði lögð áhersla á, við endurskoðun viðbragðsáætlunar fyrir Vestfjarðagöng, sem nú stendur yfir hjá Vegagerðinni á Ísafirði og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, að skoðaðir verði möguleikar á að nýta Botns- og Breiðadalsheiðar sem neyðarleið yfir sumarið ef Vestfjarðagöngin lokast og koma þarf fólki strax undir læknishendur, eða t.d. slökkvibúnaði frá Ísafirði yfir á firðina vestan megin við göngin“, segir í bókuninni.

Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir orðrétt: „Viðbragðsáætlun fyrir Vestfjarðagöng var gerð þegar göngin voru opnuð árið 1996 og stendur nú yfir endurskoðun á henni og reiknar Vegagerðin á Ísafirði með að því verki ljúki í vor. Við þá endurskoðun verður m.a. haft samráð við bæjaryfirvöld og Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og er mjög mikilvægt að allar hugsanlegar aðstæður verði skoðaðar sem skapast gætu ef Vestfjarðagöng lokast í lengri eða skemmri tíma. Víða á landinu eru sumarvegir með lágmarksviðhaldi og gætu Botns- og Breiðadalsheiðar flokkast sem slíkir vegir og verið nýttir í neyðartilfellum. Nauðsynlegt er að tryggja íbúum það öryggi sem hægt er ef Vestfjarðagöng lokast og koma þarf fólki vestan heiða á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eða t.d. að kalla út aðalslökkviliðið á Ísafirði til aðstoðar á fjörðunum. Brýnt er að kynna íbúum í Ísafjarðarbæ „Brunavarnaáætlun 2007“ og viðbragðsáætlun fyrir Vestfjarðagöng þegar endurskoðun hennar er lokið“.

Skrifa­u ■itt ßlit: