HŠttuleg efni leynast vÝ­a

« 1 af 3 »

Í dag var slökkvilið Ísafjarðarbæjar fengið til að fjarlægja eiturefni úr húsi í Dýrafirði. Eigandi húsins hafði verið að taka til á háalofti þegar hann rakst á tvo brúsa sem innhéldu fljótandi Níkótín. Hafði hann samband við lögreglu sem kom boðum á slökkvilið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem slökkvilið Ísafjarðarbæjar fékk um efnið er það mjög hættulegt við innöndun og snertingu á húð. Var því efnið sótt og því komið til aðila sem eyðir því á öruggan hátt.

Skrifa­u ■itt ßlit: