Heimsóknir á leikskóla

Slökkviliđsstjóri og leikskólastjóri á Eyrarskjóli
Slökkviliđsstjóri og leikskólastjóri á Eyrarskjóli
Þessa dagana erum við í slökkviliði Ísafjarðarbæjar að heimsækja leikskólana í Ísafjarðarbæ, enn eins og komið hefur fram munu slökkviliðin í landinu heimsækja alla leikskóla tvisvar á ári til að fræða leikskólabörn og starfsfólk um brunavarnir. Verkefninu var hleypt af stokkunum í maí síðastliðnum en gert er ráð fyrir að samstarfið standi um óákveðinn tíma. Sérstakir aðstoðarmenn SÍ í verkefninu eru slökkviálfarnir Logi og Glóð sem jafnframt eru helsta auðkenni verkefnisins.
Markmið verkefnisins er þríþætt:
Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.
Tvær heimsóknir á hverju ári 
SÍ heimsækir hvern leikskóla tvisvar á ári hverju. Í fyrstu heimsókn gerir SÍ samning við leikskólann um eldvarnaeftirlit og fræðslu. Þá fær hver leikskóli möppu sem inniheldur ýmis gögn um verkefnið og eigið eldvarnaeftirlit, meðal annars um rýmingaráætlanir. Forvarnasviðið heimsækir leikskólana árlega upp frá því og er þá farið yfir eldvarnir í leikskólanum. Á milli heimsókna annast leikskólinn mánaðarlegt eigið eftirlit með aðstoð elstu barnanna.
Að sögn Sveins H Þorbjörnssonar eldvarnareftirlitsmanns hjá SÍ hefur verkefnið farið vel á stað og segir hann að ástand brunavarna á leikskólum í Ísafjarðarbæ sé almennt gott, en átakið komi til með að gera gott betra og þá sé tilganginum náð. 

Skrifađu ţitt álit: