Hlaut fyrstu ver­laun fyrir frÚttaljˇsmyndina Erfi­ar a­stŠ­ur

bb.is | 26.03.2007 | 15:43
Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari á Ísafirði og liðsmaður slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til margra ára, hlaut fyrstu verðlaun fyrir fréttaljósmynd í ljósmyndakeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni og Morgunblaðið efndu til í vetur. Ljósmyndin sem Halldór vann fyrir nefnist „Erfiðar aðstæður“ og var tekin eftir hörmulegt bílslys á Hnífsdalsvegi af björgunarmönnum á slysstað. Nú stendur yfir ljósmyndasýning á myndum 27 fréttaritara Morgunblaðsins frá 2005 og 2006 á neðri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, en þar er um að ræða þær myndir sem unnu til verðlauna í samkeppninni. Nefnist sýningin „Spegill þjóðar“. Keppt var í átta flokkum: Fréttir, atvinnulíf, daglegt líf, náttúra og umhverfi, mannamyndir, íþróttir, spaug og opnum flokki, og bar Halldór eins og áður segir sigur úr býtum í fréttaflokknum. Halldór hlaut einnig viðurkenningu fyrir ljósmynd af Mýrarboltanum á Ísafirði, í íþróttaflokki.

Skrifa­u ■itt ßlit: