H˙sbruni ß Ůingeyri

Mynd tengist ekki frÚttinni
Mynd tengist ekki frÚttinni
ruv.is | 30.05.2008 | 14:04
Gamalt tvílyft timburhús brann við Brekkugötu á Þingeyri í gærkvöldi. Fólk býr í húsinu en það var mannlaust þegar eldurinn kom upp um kl. 20. Slökkviliðsmenn á Þingeyri náðu að ráða niðurlögum eldsins. Lögreglan á Ísafirði segir húsið stórskemmt og líkur á því að allt innbú sé ónýtt. Lögreglan rannsakar eldsupptök en þau eru ókunn. Hún segir mildi að eldurinn hafi ekki náð að læsa sig í útveggi. Það hefði geta sett nálæg hús í hættu.

Skrifa­u ■itt ßlit: