Keyri skoaan sjkrabl

Myndin tengist ekki umrddum bl !
Myndin tengist ekki umrddum bl !

Rúv 22.08.2008
Starfsmaður GT verktaka sem sinnir sjúkraflutningum við Kárahnjúka er grunaður um brot sem varðar við hegningarlög með því að skipta um númer á sjúkrabíl sem var í akstursbanni og keyra hann. Talsmaður Impregilo sem GT verktakar sinna sjúkraflutningum fyrir, segir þetta óafsakanlegt.

Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn fór með sjúkrabílinn í endurskoðun á Egilsstöðum á þriðjudag en bíllinn stóðst ekki skoðun frekar en í fyrra skiptið sökum bilunar í hemlabúnaði. Hann var því settur í akstursbann og komið á verkstæði í bænum.

 

Þar áttu GT verktakar annan sjúkrabíl sem var þar í viðgerð og starfsmaðurinn gerði sér lítið fyrir og flutti númer á milli bíla.

Að því loknu keyrði hann sjúkrabílinn sem var í akstursbanni, upp á vinnusvæðið við Kárahnjúka. Lögreglan fékk upplýsingar um málið og fór upp að Kárahnjúkum um kvöldið og klippti númerin af sjúkrabílnum. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði segir málið til rannsóknar hjá embættinu enda varði brot mannsins við hegningarlög.

Heilbrigðisstofnun Austurlands er með samning við Landsvirkjun og Impregilo um heilbrigðisþjónustu við Kárahnjúka.

Ómar R. Valdimarsson talsmaður Impregilo segir uppátæki mannsins algjörlega óafsakanlegt og krafist verði frekari skýringa frá forsvarsmönnum GT verktaka.

 

Skrifau itt lit: