Kveikt í Suđurtanga 2

Slökkviliđiđ ađ störfum ađ Suđurtanga 2 25. ágúst sl. Ljósm: Kristín Ósk.
Slökkviliđiđ ađ störfum ađ Suđurtanga 2 25. ágúst sl. Ljósm: Kristín Ósk.
bb.is | 03.09.2008 | 10:52
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið vettvangsrannsókn vegna elds sem kom upp í tvígang með fimm daga millibili að Suðurtanga 2 á Ísafirði. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða í bæði skiptin. Það var kl. 17:12 miðvikudaginn 20. ágúst sl., sem tilkynnt var um eld í húsnæðinu í fyrra skiptið og aftur kl. 17:36 mánudaginn 25. ágúst. Lögreglan á Vestfjörðum vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að hafa samband í síma 450 3730.

Skrifađu ţitt álit: