Kviknar tvisvar Ý sama h˙sinu ß fimm d÷gum

bb.is | 25.08.2008 | 18:41
Eldur kom upp að Suðurtanga 2 á Ísafirði á sjötta tímanum í dag. Allt slökkvilið Ísafjarðar var kallað út og vinnur enn að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta húsið. Mikill reykur kom frá húsinu stuttu eftir að tilkynning barst um eldinn. Í húsnæðinu fer fram iðnaðarstarfssemi, en einnig er búið í hluta þess auk þess sem Siglingaklúbburinn Sæfari hefur aðstöu í húsinu. Ekki er vitað um eldsupptök.

Á sama tíma dags fyrir fimm dögum barst Neyðarlínunni tilkynning um að reyk legði frá kyndikompu á jarðhæð húsnæðisins. Þó nokkurn reyk lagði frá húsnæðinu en lögreglumenn sem voru fyrstir á vettvang sýndu snarræði þegar þeir náðu að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en hann náði að dreifa sér. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar kom einnig á vettvang og neyddist til að brjóta upp hurð til að reykræsta, en óttast var að eldurinn gæti blossað upp að nýju.

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum var tjónið þá óverulegt en einhverjar reykskemmdir urðu auk minniháttar brunaskemmda. Eldsupptök eru enn ókunn en málið er í rannsókn.

Skrifa­u ■itt ßlit: