Minningaror­ um sˇfann !

Það þykir sjálfsagt og er jafnvel skilda að slökkviliðsmenn hafi aðgang af hinum ýmsu hlutum sem tilheyra starfi þeirra. Þar mætti nefna hluti eins og slökkviliðsbíl, einn eða fleiri. Okkur þykir það lýtt spennandi að fara í útköll án þess að hafa tilskilinn hlífðarfatnað. Flestar slökkvistöðvar okkar hafa meira að segja klósett, en alls ekki allar. Við skulum samt ekki ræða þann munað að hafa aðgang að sánabaði. Hinsvegar hefur okkur þótt gott að setjast niður í sófa nokkurn sem einn af liðsmönnum færði okkur fyrir um tíu árum. Nú er hinsvegar staðan sú að sófinn er búinn í orðsins fyllstu merkingu og ef slökkviliðsstjóri okkar hefði ekki tekið þá ábyrgu ákvörðun um að sófinn skildi fjarlægður hefði vinnueftirlitið örugglega gert það í næstu heimsókn. Það er því með trega sem við slökkviliðsmenn á Ísafirði færum sófan góða til hinstu hvílu. Sófi þessi hefur verið sem vin í eyðimörkinni þar sem þreyttir slökkviliðsmenn hafa rætt um gleði og sorgir sem starfinu fylgja. Í sófann hafa meira segja frægir menn tillt sér án þess að nefna nein nöfn, hann meira segja var sviðsmynd í myndinni um Nóa Albínóa. 
Það verður erfitt að fylla það skarð sem myndast á slökkvistöðinni eftir að sófinn fer, en við munum samt horfa með jákvæðum huga til staðgengills hans þegar hann  kemur í hús.


Þar sem nú fer í hönd vinna við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar þætti okkur slökkviliðsmönnum rétt að tillit yrði tekið til þess skarðs sem myndast hefur hér á slökkvistöðinni og það fyllt.
Einnig erum við slökkviliðsmenn opnir fyrir því að ættleiða notaðan sófa og fullvissum velviljaðan lesanda sem á einn slíkann að hann mun fara á gott heimili.

Skrifa­u ■itt ßlit: