Nř orlofsÝb˙­ Ý ReykjavÝk

Orlofsnefnd LSS hefur tekið á leigu stúdíóíbúð á þriðju hæð í Brautarholti 30 þar sem LSS er nú með skrifstofur á annarri hæð.

Íbúðin verður búin öllum þægindum svo sem eins og eldunaraðstöðu, sjónvarpi, þráðlausu neti, rúmfötum fyrir 3 (hægt fyrir hjón að vera með 2-3 börn) og mataráhöld fyrir 6.

Enn er ekki komið endanlegt verð á leiguna en orlofssjóður mun niðurgreiða leigu fyrir félagsmenn.

Það er von orlofsnefndar að með þessum möguleika á gistingu í Reykjavík sé enn fekar komið til móts við félagsmenn með góðum kostum í orlofsmálum.

Hægt er að fá íbúðina leigða frá og með 1. oktober 2007.

Hafið samband við skrifstofu LSS til að panta íbúðina.

Skrifa­u ■itt ßlit: