Nřju sj˙krabÝlarnir

« 1 af 3 »
Okkur hefur borist til eyrna að margir sem hafa fengið hafa nýja Sprintera afhenta hafi verið í vandræðum með kyndingu á sjúkrarýminu. Sjálfir lentum við í þessu og það var skítkalt aftur í bílnum. Við nánari athugun sáum við að kassinn sem er utan um vatnsmiðstöðina (aftan við bílstjórasætið) hafði engin inntök fyrir loft, bara ristin aftan á þilinu fyrir útblástur. Það sem við gerðum til að laga þetta var að bora þrjú göt í kassann og málið var leyst (sjá meðfylgjandi myndir). Eftir þetta hitnar sjúkrarýmið mjög vel og við þurfum ekki að nota olíumiðstöðina. Marinó veit af málinu og getur gefið mönnum góð ráð.

Skrifa­u ■itt ßlit: