Ínnur Šfing sl÷kkvili­sins Ý HnÝfsdal

bb.is | 06.05.2007 | 11:24
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hélt aðra æfingu sína í Hnífsdal í vikunni, en í þetta sinn var kveikt í blokk sem stóð að Árvöllum. Að sögn Hermanns Hermannssonar, slökkviliðsmanns, gekk æfingin að óskum, líkt og fyrri æfing slökkviliðsins. Slökkviliðið hélt vakt við blokkina í nótt, en að æfingu lokinni logaði enn í litlum hluta þaks blokkarinnar, og var tekin ákvörðun um það að láta þakið að brenna til kaldra kola. Hermann tekur það fram að aldrei hafi nein hætta verið á ferð. Hermann segir að vegna veðurs hafi reykurinn frá blokkinni setið neðar en til stóð, hann segir leiðinlegt ef einhverjir íbúar Hnífsdals hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa, og vonar að svo hafi ekki verið.

Skrifa­u ■itt ßlit: