Ëska eftir kostna­arߊtlun vegna stŠkkunar sl÷kkvist÷­var

bb.is | 16.03.07 | 06:38
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007 var lögð fyrir umhverfisnefnd á dögunum og tekin til umfjöllunar. Á fundinum lagði nefndin til við bæjarstjórn að brunavarnaráætlunin verði samþykkt, en óskar jafnframt eftir að tæknideild geri kostnaðaráætlanir vegna lagfæringar og stækkunar á núverandi slökkvistöð, sem og vegna uppsetningar og eftirlits á eldvarnarkerfum í skólum og leikskólum Ísafjarðarbæjar. „Umhverfisnefnd bendir á nauðsyn þess að eldvarnarkerfi, sem eru í fyrirtækjum og stofnunum séu beintengd við vaktstöð“, segir í fundargerð nefndarinnar.

Skrifa­u ■itt ßlit: