RÝs sameiginleg bj÷rgunarmi­st÷­ ß ═safir­i?

bb.is | 11.09.2007 | 11:31
Kanna á hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa sameiginlega björgunarmiðstöð á Ísafirði, sem hýsa myndi slökkvilið, lögreglulið og björgunarfélag. Þetta verður gert samkvæmt tillögu Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og starfandi formanns bæjarráðs, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær. Samkvæmt tillögunni er bæjarstjóra falið að kalla saman fulltrúa frá Ísafjarðarbæ, sýslumanninum á Ísafirði og Björgunarfélagi Ísafjarðar, til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegri björgunarmiðstöð í bænum. Einnig verður kannað hvort mögulegt sé að þjónustuborð á vegum 112 verði staðsett í slíkum húsakynnum.

Skrifa­u ■itt ßlit: