S sem hringir fr a njta vafans

bb.is | 07.10.2007 | 13:11
Í litlu samfélagi eins og á norðanverðum Vestfjörðum fer það ekki fram hjá mörgum þegar veinandi sírenur sjúkrabíla hljóða. Þá hefur það vakið athygli að oft er viðbúnaður meiri en þörf er á. Að sögn Þórhalls Ólafssonar framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar er betra að viðbúnaður sé meiri heldur en ónægur. „Við látum þann sem hringir alltaf njóta vafans. Um leið og símtalið berst er mannskapur ræstur út en sá sem svarar heldur áfram að tala við aðilann og fá meiri upplýsingar og vissulega kemur það fyrir að þá komi í ljós að ekki er þörf á eins miklum mannskap eða tólum.“

Þórhallur segist ekki geta rætt einstök mál þar sem farið er með öll símtöl sem trúnaðarmál. Þá sé algengt að sá sem hringir eftir aðstoð til Neyðarlínunnar sé ekki dómbær á alvarleika ástandsins. „Sumir bregðast við óhöppum þannig að þeim finnst heimurinn vera að farast en aðrir vilja trúa því svo sterkt að ekkert hafi komið fyrir að þeim finnst ástandið mun léttvægara en það er í raun og veru. Við verðum að taka allt með í reikninginn og reyna bregðast við eins vel og hægt er“, segir Þórhallur.

Skrifau itt lit: