Sami­ um sj˙kraflutninga

Ůr÷stur og DanÝel handsala samninginn a­ lokinni undirritun.
Ůr÷stur og DanÝel handsala samninginn a­ lokinni undirritun.
bb.is | 31.01.2014 | 14:48
Þröstur Óskarsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu í morgun samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar á norðanverðum Vestfjörðum. Með samningnum er óvissu um sjúkraflutninga eytt. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar mun halda áfram að sinna þessari þjónustu að minnsta kosti næstu fimm árin. „Samningur þessi er vel viðunandi fyrir okkur. Komið var til móts við sjónarmið okkar að mestu og við erum ánægð með að það sé tryggt að sú góða þjónusta sem slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur veitt verður áfram til staðar fyrir bæjarbúa,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 

„Ég er mjög ánægður með að þessi samningur sé í höfn, við höfum verið ánægð með það fyrirkomulag sem verið hefur og vildum halda því áfram. Jafnframt er kveðið á um það í samningnum að aðilar ætli sér að vinna saman að því að finna leiðir til að draga úr kostnaði og það erum við ánægð með,“ segir Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Samningur Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um sjúkraflutninga rann úr gildi um ármót og samningar lausir síðan. Erfiðlega gekk að ná samningum og leit út um tíma að sjúkraflutningar, sem eru lögbundin skylda ríkisins, færðust til HsVest. 

Víða á landinu er ósamið um sjúkraflutninga og til dæmis hafa samningar á höfuðborgarsvæðinu verið lausir frá 2011 og á Akureyri frá 2012 og hafa Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkurborgar og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, deilt hart um málið.