Sinueldur Ý Laugardal

« 1 af 2 »

Fjöldi slökkviliðsmanna frá slökkviliði Ísafjarðar og nágranna sveitafélögum hafa aðstoðað slökkvilið Súðavíkurhrepps við að slökkva sinueld í Laugardal í Súðavíkurhreppi síðustu nætur. Reynt hefur verið að keyra á vöktum, því mikið álag hefur verið á mannskapnum síðustu viku. Erfiðlega hefur gengið að ráða að niðurlögum eldsins þar sem bæði gróður og veður hafa sett strik í reikninginn. Einnig hefur þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðað við slökkvistarfið.