Sj˙kraflugvÚl komin til vetursetu

Sjúkraflugvél Mýflugs, er komin til Ísafjarðar til vetursetu samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Um er að ræða Piper Chieftain vél sem er sérbúin til sjúkraflutninga og eru tveir flugmenn í áhöfn, með búsetu á Ísafirði. Þorkell Jóhannsson hjá Mýflugi sagði í samtali við Svæðisútvarp Vestfjarða að vélin myndi einungis sinna bráðaflugi frá Ísafirði. Ef útkall kæmi til dæmis frá Patreksfirði verði notuð stærri og öflugri vél frá Akureyri. Myrkur og erfið veðurskilyrði kalli á það og um borð í þeirri vél væri ávalt sjúkraflutningamaður og eftir atvikum læknar með í för.

Eins og fram hefur komið er sjúkraflutningabúnaður Pipervélarinnar sem er nú staðsett á Ísafirði úreltur þar sem hann stenst ekki EB leyfi- og er á undanþágu til áramóta.

Skrifa­u ■itt ßlit: