Sj˙kraflugvÚl ver­ur sta­sett ß ═safjar­arflugvelli Ý vetur

bb.is | 31.10.2007 | 11:02
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að sjúkraflugvél verði staðsett á Ísafirði í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er unnið að útfærslu verkefnisins. Sjúkraflugi til Vestfjarða átti samkvæmt nýju fyrirkomulagi að vera sinnt frá Akureyri og hefur það vakið reiði margra Vestfirðinga sem telja að með því sé verið að minnka öryggi íbúa fjórðungsins. Þá höfðu flugmenn gagnrýnt þetta fyrirkomulag. Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í fyrra að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að síðasta vetur kom sú staða upp oftar en einu sinni að flugvélin fór frá Ísafirði en ekki getað komið til baka vegna veðurs. Bæði Hálfdán Ingólfsson og Hörður Guðmundsson, gamlir refir í vestfirsku flugi hafa báðir lýst yfir efasemdum sínum með þetta nýja fyrirkomulag. Þá hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Bolungarvík ályktað um málið og lagst gegn því.

Skrifa­u ■itt ßlit: