Skautasvell ß Wardst˙ni

bb.is | 14.02.07 | 09:01
Liðsmenn slökkviliðsins á Ísafirði voru í óða önn að útbúa skautasvell á Wardstúni á Ísafirði í gær þegar að ljósmyndara Bæjarins besta bar að garði. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri á Ísafirði segir þetta alls ekki í fyrsta sinn sem ráðist sé í gerð skautasvells á Ísafirði, þau hafi reyndar yfirleitt verið gerð inn í firði en var gert á eyrinni að þessu sinni að ósk þeirra sem höfðu samband. „Það kom fólk og óskaði eftir því að við myndum gera skautasvell, í samráði við Ísafjarðarbæ var síðan ákveðið að ráðast í gerð svellsins á Wardstúni fyrir framan Krílið.“ Slökkviliðsmennirnir verða aftur að störfum við að útbúa svellið í fyrramálið og ef að allt gengur að óskum ætti það að vera tilbúið annað kvöld.

Skrifa­u ■itt ßlit: