Skautasvell tilraun ?

« 1 af 2 »

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin eða eitthvað í þá áttina. Að ósk íþrótta og tómstundafulltrúa var ákveðið að reyna við svellið einu sinni enn. Að vísu hafa allir tilburðir við gerð skautasvella í gegnum tíðina verið ávísun á hlýjindi, en við skulum vona að það gangi betur í þetta skiptið. Í sumar sem leið var útbúið svæði undir svellið og sú tilraun lofar góðu. Ef allt fer að óskum og frostið sem veðurstofan hefur lofað helst ætti því að vera komið gott svell seinni partinn á morgun..

Skrifa­u ■itt ßlit: