Slasašist į höfši į skķšasvęšinu ķ Tungudal

Trošari notašur til aš koma sjśkling af fjallinu
Trošari notašur til aš koma sjśkling af fjallinu
bb.is | 06.02.2008 | 09:57
Drengur á ellefta ári slasaðist á skíðasvæði Ísfirðinga í gærkvöldi þegar hann lenti á kyrrstæðum snjótroðara. Drengurinn fékk skurð á höfði og heilahristing, og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn Úlfs Guðmundssonar, umsjónarmanns skíðasvæðisins, skall höfuð drengsins á beltum tækisins. „Sem betur fer var þetta ekki eins alvarlegt og það leit út í fyrstu. Ég fékk fréttir seint í gærkvöldi þess efnis að áverkarnir hefðu eingöngu verið skurður á höfði og heilahristingur, en hann var fluttur suður vegna til öryggis,“ segir Úlfur. Drengurinn var staddur á skíðaæfingu og samkvæmt heimildum bb.is voru æfingafélagar hans felmtri slegnir yfir atvikinu og boðin áfallahjálp í morgun. Var það ákvörðun stjórnar Skíðafélagsins sem fundaði eftir slysið, að börnin fengu áfallahjálp.

Skrifašu žitt įlit: