Sl÷kkvili­ narra­ Ý jar­g÷ng

Blys svipa­ ■vÝ og nota­ var Ý gŠr
Blys svipa­ ■vÝ og nota­ var Ý gŠr
« 1 af 2 »

Um klukkan 23:00 í gærkveldi fengum við tilkynningu um reyk í jarðgöngunum undir Botns og Breiðadal. Slökkvilið sendi dælubil og sjúkrabíl upp í jarðgöng og kom í ljós að einhverjir óprúttnir aðilar höfðu kveikt á neyðar-reykblysi við gatnamótin í göngunum. Talsverður reykur myndast af þessum tunnum og hefði vel getað illa farið ef bílar hefðu mæst í kófinu. Mestur reykurinn var þó farinn þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykinn lagði út Botnsdals afleggjara. Ekki reyndist nauðsynlegt að ræsa blásara gangnanna því ytri vindur sá um að ræsta reykinn út.

Skrifa­u ■itt ßlit: