Sl÷kkvili­ sameinu­ um ßramˇt

bb.is | 21.10.2007 | 10:32
Stefnt er að sameiningu slökkviliða Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um áramót. Sameiningin er liður í að auka samvinnu sveitarfélaganna á ýmsum sviðum stjórnsýslunnar með það að markmiði að auka hagræði í rekstri og efla þau í þeirri viðleitni að viðhalda góðu þjónustustigi gagnvart íbúum. Á síðasta hreppsnefndarfundi lýsti Tálknafjarðarhreppur því yfir að hann styddi áform um sameiningu. Oddvita hreppsnefndar og slökkviliðsstjóra var falið að vinna áfram að málinu með Vesturbyggð. Fyrir rúmu ári ákváðu sveitarfélögin að ganga til viðræðna um mögulegt samstarf um eða sameiningu einstakra rekstrareininga, svo sem hafna, þjónustumiðstöðva, félagsþjónustu, tækniþjónustu og slökkviliða.

Skrifa­u ■itt ßlit: