Sl÷kkvili­smenn heimsŠkja leikskˇlann Eyrarskjˇl.

Krakkarnir fengu kennslu frß var­stjˇranum Maroni PÚturssyni.
Krakkarnir fengu kennslu frß var­stjˇranum Maroni PÚturssyni.
« 1 af 2 »
Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn á Ísafirði heimsóttu elsta árganginn á leikskólanum Eyrarskjól í dag. Var heimsóknin liður í samstarfsverkefni leikskólans og slökkviliðsins um eldvarnir og fræðslu sem kallast „aðstoðarmaður slökkviliðsins". Þar eru börnin frædd um brunavarnir leikskólans og munu þau sjá um að fylgjast með og fara eftirlitsferðir um leikskólann til að athuga hvort ekki sé í lagi í þeim málum. Nú hafa börnin klárað þessi verkefni og útskrifuðust sem aðstoðarmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar í dag.