Sl÷kvili­ S˙­avÝkur fŠr Tohatsu dŠlu

Slökkvilið Súðavíkur fær nú innan fárra daga Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg. Fyrir örstuttu fékk vertakafyrirtækið Arnarfell sams konar dælu og eins Slökkvilið Langanesbyggðar,   Slökkvilið Grenivíkur og Slökkvilið Borgarbyggðar. Fleiri slökkvilið erum með Tohatsu dælur eins og m.a. Slökkvilið Akureyrar, Fjarðabyggðar og Ölfuss.

Dælan er búin bæði raf og handstarti. Snúningssogdæla er aðeins 6 sek. að sjúga úr 3ja m. hæð um 6m. langan 4" barka. Dælan er vatnskæld um soghlið og er með sjálfvirka yfirhitavörn.

Úttak er eitt 2 1/2" snúanlegt og með lokum. Inntak er 3 1/2" með 4" Storz tengi. Afköst eru miðað við 3ja m. soghæð eins og áður sagði 1.300 l./mín við 8 bar, 950 l./mín við 10 bar og 1.700 l./mín við 4 bar. Sem sagt geysiöflug dæla. einstaklega auðveld í notkun og í trefjaplasthúsi. Með fylgir ljóskastari.

Skrifa­u ■itt ßlit: