SnarrŠ­i sl÷kkvili­smanna kom Ý veg fyrir stˇrbruna

bb.is | 26.08.2008 | 11:26
Illa hefði geta farið þegar eldur braust út í húsnæði við Suðurtanga á Ísafirði í gær ef ekki hefði verið fyrir snarræði liðsmanna slökkviliðs Ísafjarðarbæjar að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Tilkynnt var um eldinn á sjötta tímanum í gær en þetta er í annað skiptið á fimm dögum sem eldur brýst út í sama húsnæði. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang, þar á meðal tankbíll slökkviliðsins og kranabíll. Að sögn Þorbjörns Jóhanns Sveinssonar, slökkviliðsstjóra, var um svokallað stórt útkall að ræða og lagði töluverðan reyk frá húsnæðinu þegar slökkviliðið kom á vettvang.

„Það var búið að tæma íbúðarhúsnæði á efri hæðinni en grunur lék þó enn á að einhver gæti enn verið þar inni. Eftir að reykkafarar höfðu gengið úr skugga um að svo væri ekki hófst hið eiginlega slökkvistarf", segir Þorbjörn. Slökkvistarf gekk vel að sögn Þorbjörns en eldurinn var við rafmagnstöflu innst í húsinu. Eldurinn náði að brenna sig í gegnum gólf og upp á aðra hæð húsnæðisins en slökkvilið náði fljótlega tökum á eldinum og lauk slökkvistarfi upp úr klukkan sjö. Þorbjörn segir ljóst að tjónið sé mikið, þá sérstaklega reykskemmdir en íbúðir á efri hæðinni voru fullar af reyk sem og í húsnæði á neðri hæðinni, þar á meðal aðstaða siglingaklúbbsins Sæfara.

Að sögn Halldórs Sveinbjörnssonar, varaformanns Sæfara, er tjónið mikið fyrir siglingamenn. Reykur var mikill í aðstöðu Sæfara og urðu þar miklar reykskemmdir á bátum og búnaði félagsins. Málið í rannsókn

Skrifa­u ■itt ßlit: