Stapinn

Stapinn er noršan megin ķ Ritnum ķ Ašalvķk
Stapinn er noršan megin ķ Ritnum ķ Ašalvķk
« 1 af 6 »

Eins og komið hefur fram í fréttum féll maður í Stapanum í Aðalvík í gær og fóru sjúkraflutningamenn frá Ísafirði í þetta útkall laust eftir klukkan 15:30. Farið var með bátnum Sædísi frá Bolungarvík og vorum við komnir í Stapann um klukkan 16:45. Það var lán í óláni að slökkviliðsstjóri frá Sauðárkróki var staddur í bát við Ritinn um það leiti sem útkallið kom og var hann ásamt fleirum kominn á staðinn mun fyrr ásamt björgunarsveitamanni frá Tindum í Hnífsdal. Aðstæður til björgunar voru góðar og auðvelt að komast að hinum slasaða. Talsverður fjöldi björgunarsveitamanna kom með björgunarskipi frá Ísafirði. Hin slasaði var fluttur í björgunarskipið Gunnar Friðriksson og hífður í TF-LÍF undir Grænuhlíð þegar þyrlan mætti um kl 18:30.